Skip to main content
search
Fréttir

UM NÝTT MERKI HINSEGIN DAGA Í REYKJAVÍK

By 13. febrúar, 2008No Comments

Í tilefni af tíu ára afmæli gleðigöngu sinnar niður Laugaveg sumarið 2008 efna Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride til samkeppni um nýtt merki – lógó – félagins. Samkeppnin er öllum opin og í verðlaun eru 100.000 kr auk flugferðar fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum Icelandair í Evrópu sem sigurvegari velur.

Í tilefni af tíu ára afmæli gleðigöngu sinnar niður Laugaveg sumarið 2008 efna Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride til samkeppni um nýtt merki – lógó – félagins. Samkeppnin er öllum opin.

Lógó félagsins gegnir margvíslegum hlutverki til að kynna og einkenna störf og viðburði félagsins. Það er til dæmis notað í útgáfuefni, á bréfsefni, á boli (T-shirts) og aðrar söluvörur hátíðarinnar ef svo ber undir, svo og til skreytingar við leiksvið.

Hönnunin skal ekki uppfylla nein sérstök skilyrði nema þau að auðvelt skal vera að útfæra merkið í mismunandi mörgum litum, og það þarf að njóta sín jafn vel á svörtum og hvítum grunnfleti.

Dómnefnd skipa þrír aðilar, einn úr stjórn Hinsegin daga, einn úr samstarfsnefnd um Hinsegin daga og fulltrúi sem hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands tilnefnir. 100.000 kr. verðlaun eru veitt fyrir bestu tillöguna auk flugferðar fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum Icelandair í Evrópu sem sigurvegari velur.

Skilafrestur tillagna er til 25. mars 2008. Tillögur skal merkja dulnefni, með réttu nafni höfundar í lokuðu umslagi og berast í pósti til:

Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride
c/o Katrín Jónsdóttir
Laugavegi 3
101 Reykjavík

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Hinsegin daga í Reykjavík – Gay Pride,
Heimir Már Pétursson, í síma 862 2868 / heimirmp@internet.is

-Hinsegin dagar í Reykjavík

 

 

 

 

 

Leave a Reply