Skip to main content
search
Fréttir

Dagný Kristjánsdóttir flytur fyrirlestur: – Ég er að norðan, mig hefur alltaf dreymt um tvær í einu

By 7. apríl, 2003No Comments

Tilkynningar Árið 2003 minnast Samtökin ´78 þess að hafa starfað í aldarfjórðung og af því tilefni býður félagið upp á röð hádegisfyrirlestra í Háskóla Íslands í samvinnu við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands og FSS, Félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta. Sex fyrirlestrar eru á dagskrá á vormisseri og sá sjötti og síðasti í röðinni er haldinn föstudaginn 11. apríl. Þar flytur dr. Dagný Kristjánsdóttir, prófessor, fyrirlestur sem hún nefnir

Ég er að norðan . . . mig hefur alltaf dreymt um tvær í einu

Um íslenska lesbíudrauminn í auglýsingum og bókmenntum

Í fyrirlestri sínum ræðir Dagný um það hvernig samkynhneigð kvenna hefur löngum vakið mikinn áhuga gagnkynhneigðra karlkyns listamanna. Hugmyndin um lesbíuna hefur vakið hjá þeim girnd, afbrýði, ótta og óöryggi, svo að nokkuð sé nefnt og um það eru mörg dæmi. Þetta má líka glöggt sjá í íslenskum nútímabókmenntum eftir karla. Neyslu- og auglýsingasamfélagið hefur reynt að hagnast á gagnkynhneigða lesbíudraumnum og lesbíum hefur þannig verið boðið upp á það að vera bæði neytendur og neysluvara annarra sökum kynhneigðar sinnar. Því hafa þær náttúrlega ekki tekið með þegjandi þögninni og fjallað verður um svör þeirra.

Dagný Kristjánsdótir er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fjallað um kvennabókmenntir, sálgreiningu og femínisma.

Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, og hefst kl. 12 á hádegi 11. apríl. Að honum loknum gefst áheyrendum kostur á að bera fram spurningar og taka þátt í stuttum umræðum.

Háskóli Íslands
Oddi ? Stofa 101
Föstudagur 11. apríl kl. 12?13

Leave a Reply