Skip to main content
search
Fréttir

LAUGARDAGSKVÖLDIN HEFJAST Í SAMTÖKUNUM ´78

By 13. október, 2008No Comments

Í vetur verður opið á laugardagskvöldum í Regnbogasal Samtakanna ´78. Húsið opnar kl. 21 og stendur gamanið fram til kl. 24. Flest laugardagskvöld verða einhverjar uppákomur sem verða kynntar þegar nær dregur hverjum laugardegi. Andrea

Í vetur verður opið á laugardagskvöldum í Regnbogasal Samtakanna ´78. Húsið opnar kl. 21 og stendur gamanið fram til kl. 24. Flest laugardagskvöld verða einhverjar uppákomur sem verða kynntar þegar nær dregur hverjum laugardegi. Andrea Jónsdóttir reið á vaðið 4. október og þeytti skífur af sinni alkunnu snilld. Síðastliðið laugardagskvöld leit ungur trúbador frá Manchester í heimsókn og sjarmeraði alla viðstadda upp úr skónum með góðri tónlist og spjalli við gesti. Raunar tókst Thomas Hannay svo vel upp að ákveðið hefur verið að hann komi aftur í heimsókn í nóvember en það verður kynnt betur síðar. Ekki má heldur gleyma sértilboðum í Regnbogasal sem enginn verður svikinn af. Sjáumst næsta laugardagskvöld!

Leave a Reply