Skip to main content
Fréttir

NORÐURLANDSDEILD FAS: – FEBRÚARFUNDUR

By 8. febrúar, 2005No Comments

Tilkynningar Febrúarfundur FAS, Norðurlandsdeildar Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, verður á Sigurhæðum fimmtudaginn 10. febrúar og hefst klukkan 20.00. Húsið opnað hálftíma fyrr og þar verða fulltrúar stjórnar til viðtals, ef einhverjir vilja spjalla áður en fundur hefst.

Á fundinum verður fjallað um ættleiðingar samkynhneigðra og einnig um kynningar á málefnum samkynhneigðra í grunn- og framhaldsskólum. Tekið verður á móti nýjum félögum og starfsemi félagsins kynnt.

FAS er vettvangur foreldra og aðstandenda samkynhneigðra og tvíkynhneigðra til að fræðast og deila reynslu og efla umræðu í okkar nánasta umhverfi og í samfélaginu, til að auka skilning og þekkingu á samkynhneigð og tvíkynhneigð, sem er fjölskyldumál.

-FAS

Leave a Reply