Skip to main content
search
Fréttir

HEIMSINS MESTU ÞRASARAR

By 26. apríl, 2007No Comments

Kristnum prelátum hefur jafnan verið umhugað um hina nákvæmlega réttu trú. Til dæmis hefur verið ákveðið, að guð sé þríeinn og að guð sé ekki æðri en heilagur andi og Jesús Kristur. Drepnir voru þeir, sem ekki vildu játa þetta. Þannig lék hvert kirkjuþingið á fætur öðru á reiðiskjálfi fyrr á öldum. Þannig var sprengd gjá milli grísks og rómversks rétttrúnaðar fyrir þúsund árum. Það er í samræmi við hefðir, að íslenzkir prelátar vilja vera nákvæmir í orðalagi um sambúð hjá hommum og lessum. Kannski mundi Guði líka illa, ef ríkisreknir pokaprestar feiluðu í orðalaginu.

Jónas Kristjánsson. www.jonas.is 24. apríl 2007.

Leave a Reply