Skip to main content
Fréttir

MIKIL ÞÁTTTAKA Í SAMKEPPNI UM NÝTT LÓGÓ

By 5. desember, 2006No Comments

Mikil þátttaka var í samkeppni Samtakanna ´78 um nýtt lógó og grafískt útlit fyrir félagið. Óskað var eftir því að hönnuðir legðu drög að lógói og útliti fyrir félagið sem ætlað er að nýtas á bréfsefni, nafnspjöld og sem haus á vefsíðu. Umsóknarfrestur rann út í gær, 4. desember en alls sendu átján einstaklingar inn tillögur, og margir þeirra fleiri en eina.

Mikil þátttaka var í samkeppni Samtakanna ´78 um nýtt lógó og grafískt útlit fyrir félagið. Óskað var eftir því að hönnuðir og aðrir sem treystu sér til legðu drög að lógói og útliti fyrir félagið sem ætlað er að nýtast á bréfsefni, nafnspjöld og haus á vefsíðu. Umsóknarfrestur rann út í gær, 4. desember en alls sendu átján einstaklingar inn tillögur, og margir þeirra fleiri en eina.

Tillögurnar verða til sýnis í sal félagsins til 15. desember og hinn almenni félagsmaður getur skoðað þær og gefið sitt álit. Þriggja manna dómnefnd mun mæla með þremur tillögum við stjórn félagsins og hún ákveður hvaða hugmynd skal vinna áfram með í samráði við hönnuð hugmyndarinnar. Formaður dómnefndar er Guðmundur Oddur Magnússon prófessor við Listaháskóla Íslands. Stjórn félagsins áskilur sér þann rétt að hafna öllum tillögum sem borist hafa og/eða að þróa áfram þá hugmynd sem henni líst best á í samvinnu við hönnuðinn. Verðlaun fyrir þann sem vinnur hugmyndasamkeppnina er ferð fyrir tvo til borgar í Evrópu (á áfangastöðum Iceland Express eða Flugleiða) að eigin vali og 150. þúsund krónur í peningum.

 

Leave a Reply