Skip to main content
Fréttir

Svíþjóð – Sænska ríkisstjórnin dæmir litla stúlku til óvissu

By 28. febrúar, 2001No Comments

Frettir Fyrir skömmu síðan ákvað sænska ríkisstjórnin að viðurkenna ekki ættleiðingu sem upphaflega var gerð utan Svíþjóðar. Ástæðan er sú að foreldrarnir eru af sama kyni, tveir karlmenn. Annars eru ættleiðingar sem þessar sjálfkrafa viðurkenndar.

Báðir foreldrarnir höfðu verið viðurkenndir hæfir ættleiðingarforeldrar í Bandaríkjunum samkvæmt þarlendum lögum, og litla stúlkan hefur búið hjá þeim frá því skömmu eftir að hún fæddist. Þessi ákvörðun sænsku ríkisstjórnarinnar hefur vakið sterk mótmæli því að ljóst er að réttindi barnsins sitja ekki í fyrirrúmi. Ljóst er að brýnt er að setja lög sem tryggja að slíkt ofbeldi gagnvart börnum eigi sér ekki stað, og hefur þingnefnd í Svíþjóð nú lagt til að svo verði gert.
RFSL

Leave a Reply