Skip to main content
search
Fréttir

AFMÆLISHÁTÍÐ SAMTAKANNA ´78

By 26. júní, 2008No Comments

Samtökin ´78 fagna 30 ára afmæli sínu á þessu ári. Í tilefni af tímamótunum býður félagið til veislu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, föstudagskvöldið 27. júní kl. 21:00 á alþjóðlegum baráttudegi hinsegin fólks. Þann dag taka einnig í gildi lög sem veita prestum og forstöðumönnum trúfélaga rétt til þess að gefa saman pör í staðfesta samvist. Það er því tvöföld ástæða til þess að fagna og býður félagið landsmenn alla hjartanlega velkomna í afmælið!

Samtökin ´78 fagna 30 ára afmæli sínu á þessu ári. Í tilefni af tímamótunum býður félagið til veislu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, föstudagskvöldið 27. júní kl. 21:00 á alþjóðlegum baráttudegi hinsegin fólks. Þann dag taka einnig í gildi lög sem veita prestum og forstöðumönnum trúfélaga rétt til þess að gefa saman pör í staðfesta samvist. Það er því tvöföld ástæða til þess að fagna og býður félagið landsmenn alla hjartanlega velkomna í afmælið!

Meðal þeirra sem koma fram eru Rasmus Rasmussen og Líggjan Ólsen frá Færeyjum en þeir eru meðal virtustu popptónlistarmanna þar í landi. Aðrir listamenn sem heiðra munu samkomuna eru Friðrik Ómar, Eva María, DJ Glimmer, Haffi Haff og DJ Manny – hinsegin kokteill eins og hann gerist bestur!

Mannréttindaverðlaun Samtakanna ´78 verða veitt í annað skipti, en með þeim vill félagið heiðra einstaklinga, félagasamtök, fyrirtæki eða
stofnanir fyrir eftirtektarvert framlag í þágu mannréttinda og  jafnréttis enda hefur ótrúlega margt áunnist á þeim þremur áratugum sem liðnir eru frá stofnun félagsins og fjölmargir lagt hönd á plóg.

Þau sem muna stemmninguna í Listasafni Reykjavíkur 27. júní fyrir tveimur árum ættu ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara – allir hinir mæta að sjálfsögðu líka!!

Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir sem halda vilja upp á 30 ára afmæli félagsins!

 

 

Leave a Reply