Skip to main content
search
Fréttir

GAGNLEGUR FUNDUR SAMTAKANNA ´78 OG ÍSLENSKRAR ÆTTLEIÐINGAR

By 16. október, 2006No Comments

Stjórn Samtakanna ´78 átti á dögunum ágætan fund með stjórn Íslenskrar ættleiðingar um ættleiðingar samkynhneigðra. Formaður Samtakanna ´78 óskaði eftir fundinum þar sem engin samskipti höfðu átt sér stað við Íslenska ættleiðingu eftir að lög sem heimila samkynhneigðum að frumættleiða börn, utan deilur í fjölmiðlum á milli formanna félaganna.

Stjórn Samtakanna ´78 átti á dögunum ágætan fund með stjórn Íslenskrar ættleiðingar um ættleiðingar samkynhneigðra. Formaður Samtakanna ´78 óskaði eftir fundinum þar sem engin samskipti höfðu átt sér stað við Íslenska ættleiðingu eftir að lög sem heimila samkynhneigðum að frumættleiða börn, utan deilur í fjölmiðlum á milli formanna félaganna. Stjórn Íslenskrar ættleiðingar tók vel á móti fulltrúum Samtakanna ´78 og rædd var sú staðreynd að ekkert land sem Íslensk ættleiðing á samskiptum við heimilar ættleiðingar samkynhneigðra. Stjórn Íslenskrar Ættleiðingar tók skýrt fram að félagið myndi að sjálfsögðu fylgja íslenskum lögum, það er að segja að taka á móti umsóknum frá samkynhneigðum pörum og einstaklingum og mismuna og afgreiða þær umsóknir á sama hátt og aðrar. Að vísu myndi slík umsókn verða bíða þeirra tíma þegar samstarfi væri komið á við land sem heimilar ættleiðingar samkynhneigðra.

Yfirleitt tekur það á bilinu sex til tólf mánuði að fá leyfi frá félagsmálayfirvöldum til þess að ættleiða og gildir leyfið í eitt ár. Ekkert er því til fyrirstöðu að hommar og lesbíur sæki nú um til Íslenskrar ættleiðingar því ef til vill gengur fljótt að finna land sem er jákvætt í garð samkynhenigðra.

Stjórn Samtakanna ’78 fylgist vel með því sem er að gerast erlendis í þessum málum. Umboðsmaður samkynhneigðra í Svíþjóð kannar nú alla möguleika á samstarfi við lönd um mögulegar ættleiðingar samkynhneiðgra og eins er unnið að útekt á þessum málum hjá hollenska dómsmálaráðuneytinu. Fræðslufundur um þessi mál verður haldinn í félagsheimili Samtakanna ’78 þann 2. nóvember kl. 21.00 þar sem Anni Haugen félagsráðgjafi heldur stutt erindi og svarar spurningum gesta.

-HG

 

Leave a Reply