Skip to main content
search
Fréttir

STYRKUR TIL LOKAVERKEFNA VIÐ SKÓLA Á HÁSKÓLASTIGI

By 21. desember, 2005No Comments

Samtökin ’78 veita styrk árið 2006 til eins eða fleiri lokaverkefna við skóla á háskólastigi. Styrkurinn er ætlaður nemendum sem vinna að lokaritgerðum til BA- eða MA-prófs (eða annarra sambærilegra prófa).

Markmið styrkveitingarinnar er að efla rannsóknir og fræðastarf sem lúta að lífsskilyrðum og menningu samkynhneigðra á Íslandi, t.d. á sviði félagsvísinda, hugvísinda, heilbrigðisfræða, lögfræði, guðfræði eða hagfræði.

Heildarstyrkupphæðin er 100.000 krónur sem heimilt er að skipta á milli verkefna ef ástæða þykir til. Styrkþega stendur einnig til boða þriggja mánaða vinnuaðstaða í húsnæði Samtakanna ’78 og afnot af bókasafni félagsins.

Þriggja manna nefnd, skipuð af stjórn Samtakanna ’78, fjallar um umsóknirnar og gerir tillögur um veitingu styrkja til stjórnar félagsins. Í greinargerð með umsókn skal lýsa markmiði viðkomandi rannsóknar, hagnýtu gildi hennar og þeim fræðilegu aðferðum sem umsækjandi hyggst beita. Tilgreina skal leiðbeinanda umsækjanda og æskilegt er að með fylgi umsögn hans um hæfni nemdanda til verksins sem sótt er um.

Umsóknir skal senda til Samtakanna ’78, pósthólf 1262, 121 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2006.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 á skrifstofutíma. Sími 552 7878.

Leave a Reply