Skip to main content
search
Fréttir

KOSSAR OG ÓLÍFUR

By 14. nóvember, 2007No Comments

Bókin Kossar og ólífur eftir Jónínu Leósdóttur er komin út hjá Vöku-Helgafelli. Í henni fylgjum við unglingsstúlkunni Önnu til Brighton á Englandi, þar sem hún vinnur sumarlangt á hóteli. Þetta sumar kynnist Anna ýmsu sem kemur henni á óvart – bæði framandi aðstæðum og spennandi fólki, en ekki síður nýjum tilfinningum sem bærast með henni sjálfri.

Bókin Kossar og ólífur eftir Jónínu Leósdóttur er komin út hjá Vöku-Helgafelli. Í henni fylgjum við unglingsstúlkunni Önnu til Brighton á Englandi, þar sem hún vinnur sumarlangt á hóteli. Þetta sumar kynnist Anna ýmsu sem kemur henni á óvart – bæði framandi aðstæðum og spennandi fólki, en ekki síður nýjum tilfinningum sem bærast með henni sjálfri.

Anna skildi ekki hvað krökkum fannst svona spennandi við kossa. Hún hafði kysst þrjá stráka og fannst það ekkert sérstakt. Kannski var fyrsti kossinn aldrei neitt merkilegur þótt fáir vildu viðurkenna það. Anna hafði að minnsta kosti orðið svo stressuð þegar hún áttaði sig á að þessi tímamótaviðburður var í vændum að hún var við það að kasta upp…

Í Kossum og ólífum er skrifað um ýmis viðkvæm mál af fimi og nærgætni. Sagan fjallar um það sem getur fylgt því að stíga inn í heim hinna fullorðnu og því á hún erindi við unglinga á öllum aldri.

Hinsegin unglingabókmenntir

Unglingabækur sem lýsa hinsegin veruleika eru því miður sjaldgæfar á íslensku. Það var mikill viðburður þegar Mál og menning gaf út söguna Vinir á vegamótum eftir hollenska rithöfundinn Jan de Zanger árið 1990, en það mun hafa verið fyrsta unglingabók á íslensku sem fjallaði um líf og reynslu samkynhneigðra unglinga. Hilmar Hilmarsson þýddi hana.

Árið 1997 gaf Skjaldborg síðan út söguna Bróðir minn og bróðir hans eftir sænska rithöfundinn Håkan Lindquist í þýðingu Ingibjargar Hjartardóttur, en hún vakti mikla athygli á sínum tíma á Norðurlöndum, og segir frá því þegar Jónas uppgötvar að bróðir hans sem er löngu látinn átti sér líf sem fæstir þekktu. Mögnuð og spennandi þroskasaga. Ári síðar gaf Skjaldborg síðan út aðra sögu eftir Lindquist í þýðingu Ingibjargar Hjartardóttur sem nefnist Í draumi lífsins. Þá má nefna að árið 2005 sendi Gunnhildur Hrólfsdóttir frá sér söguna Leyndarmálið þar sem vikið er að lesbískum ástum ungra stúlkna.

Bókin Kossar og ólífur er merkileg viðbót í þetta safn hinsegin unglingabókmennta á íslensku.

-HTS


 

Leave a Reply