Skip to main content
search
Fréttir

Úr skemmtanalífinu – Spotlight mun lifa og dafna

By 21. mars, 2001No Comments

Frettir Húseignin á Hverfisgötu 8-10 í Reykjavík skipti um eigendur fyrir nokkru. Skömmu síðar barst sá kvittur um borgina að skemmtistaðurinn Spotlight yrði að hverfa úr húsinu. Fréttamenn www.samtokin78.is hafa spurst fyrir um málið hjá Sigríði Blöndal sem rekur Spotlight og neitar hún því að dagar skemmtistaðarins séu taldir.

?Öðru nær,? segir Sigríður, ?ég er með húsaleigusamning hér fram í september 2003 og því alls ekki á leiðinni að kveðja þetta ágæta húsnæði. Og það er einlæg von mín að samkynhneigðir rati til okkar á Spotlight næstu árin enda er staðurinn eini skemmtistaðurinn hér í borginni sem býður lesbíur og homma sérstaklega velkomin.?

Sigríður segist hafa í hyggju að fjölga opnunarkvöldum á Spotlight frá og með vordögum og bjóða einnig á ball á fimmtudagskvöldum. Að sjálfsögðu verður opið á föstudags- og laugardagskvöldum eins og endranær.

Leave a Reply