Skip to main content
Fréttir

OFBELDI OG LÆTI Á FYRSTU HINSEGINGÖNGU BÓSNÍU HERZEGÓVÍNU Í SARAJEVÓ

By 26. september, 2008No Comments

Hommar og lesbíur í Bosníu Herzegóvínu hugðust nýlega halda hátíðlega hinsegin daga (Gay Pride Festival) í fyrsta skipti í sögu þessa nýja lýðveldis. Því miður tókst ekki eins vel upp og stefnt var að, enda var hinsegingangan varla lögð af stað þegar öfgamenn réðust að göngunni og beittu þátttakendur grófu ofbeldi.

Hommar og lesbíur í Bosníu Herzegóvínu hugðust nýlega halda hátíðlega hinsegin daga (Gay Pride Festival) í fyrsta skipti í sögu þessa nýja lýðveldis. Því miður tókst ekki eins vel upp og stefnt var að, enda var hinsegingangan varla lögð af stað þegar öfgamenn réðust að göngunni og beittu þátttakendur grófu ofbeldi.  Flytja þurfti fjöldi þátttakenda á nærliggjandi sjúkrahús til frekari aðhlynningar og voru a.m.k. átta þeirra mjög illa slasaðir. Umfang ofbeldisins hefði án efa orðið mun meira ef stór skjaldborg vopnaðs lögregluliðs hefði ekki skorist í leikinn. Skv. fréttastofu Ritzau voru hinir ofbeldisfullu mótmælendur sameinaður hópur fornra fjenda í Bosníu. Þannig mátti sjá Króata, Serba og múslima sameinast í hatri á samkynhneigðum og hrópuðu múslimarnir í sífellu “drepum hommana, lof sé Allah”. Loks til undirstrikunar á því slæma ástandi sem samkynhneigðir í Bosníu Herzegóvínu mega búa við lýsti fjöldi stjórnmálaflokka yfir stuðningi við ofbeldismennina og fordæmdu “gleðigönguna”.

Sjá ítarlegri upplýsingar á http://politiken.dk/udland/article572563.ece

Leave a Reply