Skip to main content
Fréttir

FSS: – Dansleikur í Þjóðleikhúskjallaranum

By 27. september, 2005No Comments

Tilkynningar FSS ætlar ekki bara að blása til dansleikjar í þetta skiptið, heldur á að blása nýju lífi í hinsegin skemmtanalíf Íslendinga. Á laugardaginn verður slegið upp balli með hljómsveit og öllum pakkanum, stefnt að því að ná einstakri sveitaballastemmningu!

Það verður hljómsveitin Í SVÖRTUM FÖTUM sem ætlar að leika fyrir dansi í Þjóðleikhúskjallaranum næstkomandi laugardagskvöldi og Dj Atli hitar upp fyrir kappana – hljómsveitin Ígore spilar í hléi.

Allir félagsmenn í FSS og Samtökunum ?78 fá skemmtunina á 700 krónur en aðrir á 1500. Það er því stórsniðugt að gerast félagsmaður sem allra fyrst.

Þú skalt ekki sitja heima og vera útundan í umræðunni í næstu viku. Húsið opnar klukkan hálf tólf og dansleikurinn stendur til 4:00.

Ef þú ert ekki enn orðinn félagsmaður (eða ert með útrunnið skírteini) getur þú komið við hjá okkur í Hinu húsinu í vikunni:

Þriðjudagur 16:00-18:00
Miðvikudagur 16:00-18:00
Fimmtudagur 16:00-18:00
Laugardagur 14:00 ? 18:00 *

Á þessum tíma verða einnig afhent ósótt skírteini.
Félagsgjaldið er einungis 500 kr! Síminn hjá FSS er 5204664.

-FSS

*FSS hefur sérstaklega opin þennan laugardag vegna ballsins. Á þriðju-, miðviku- og fimmtudögum er alltaf opið á ofangreindum tímum.

Leave a Reply