Skip to main content
search
Fréttir

FSS: – Grímu-GayDay á Öskudag!

By 8. febrúar, 2005No Comments

Tilkynningar Fimmtudaginn 10. febrúar ætlar FSS að halda Öskudaginn hátíðlegan! (þrátt fyrir að dagatalið segi að hann sé degi fyrr…)

Núna verður því Grímu-GayDay þar sem allir mæta að sjálfsögðu í búningum. Þema kvöldsins eru hryllingsmyndir og munu skreytingar og tónlist bera vott um það. Að sjálfsögðu verða verðlaun fyrir flottasta búninginn. Staðsetning: Samtökin ´78 sem að venju opna kl. 20:00.

Það verður því partý með meiriháttar móti næsta fimmtudag. Eitthvað fyrir alla, jafnt kellingar sem kalla. Nú missir sko enginn af neinu, það er sko alveg á hreinu!

Leave a Reply