Skip to main content
search
Fréttir

ÉG BÁSÚNA EKKI NEITT

By 12. desember, 2005No Comments

Það er fullt af hommum úti í bæ sem hafa hvorki sagt einum né neinum frá því að þeir séu hommar. Og í rauninni kemur engum það við. Kynhneigð þín á að vera þitt einkamál og ég skil ekkert í sjálfum mér að vera að blaðra um þetta við þig. En ef það verður til þess að sumt fólk þarf ekki að þykjast vera eitthvað annað en það er alla sína ævi þá er mér nákvæmlega sama þótt ég segi til mín, að minnsta kosti. Mér finnst nákvæmlega ekkert rangt við það. Ég kom ekki bara úr felum eins og hendi væri veifað, 27. júní eða eitthvað í þá áttina. Ég sneri vissulega við blaðinu og fór að segja fólki frá þessu eingöngu vegna þess að það spurði. Ég hef ekki verið að básúna neitt um samkynhneigð mína.

Páll Óskar Hjálmtýsson í Mannlífi 1991.

Leave a Reply