Skip to main content
search
Fréttir

Hrein og bein hlýtur verðlaun á Kvikmyndahátíð lesbía og homma í San Francisco

By 30. júní, 2003No Comments

Frettir San Francisco Lesbian and Gay Film Festival lauk hinn 29. júní eftir að hafa staðið í þrjár vikur. Þetta er stærsta og mikilvægasta kvikmyndahátíð samkynhneigðra í heiminum og að vanda var mikið um dýrðir í borginni á þessum tíma sem einnig ber upp á Gay Pride hátíðahöldin.

Íslenska kvikmyndin Hrein og bein eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur og Þorvald Kristinsson var frumsýnd í Bandaríkjunum á hátíðinni í San Francisco fyrir fullu húsi gesta sunnudagskvöldið 15. júní. Í lokahófi hátíðarinnar voru henni síðan veitt hin eftirsóttu Stu & Daves Excellent Documentary Award. Hrafnhildur, sem stödd er í San Francisco, veitti verðlaununum viðtöku. Á ensku nefnist kvikmynd þeirra Hrafnhildar og Þorvaldar Straight Out – Stories from Iceland.

Hrein og bein verður frumsýnd á Stöð 2 í ágúst 2003.

Leave a Reply