Skip to main content
Fréttir

BEARS ON ICE: FYRSTA SINN Á ÍSLANDI

By 30. ágúst, 2005No Comments

Tilkynningar Íslenskir birnir hafa ekki verið mikið í sviðsljósinu og BEARS ON ICE því kærkomið tækifæri til að koma úr dvala og láta sjá sig. Fyrir þá sem ekki vita þá eru BIRNIR af ýmsum stærðum og gerðum og eiga það sameiginlegt að vera stoltir af karlmannlegu atgervi sínu eins og loðnum kroppi og skeggvexti. Aukakíló eru ekkert tiltökumál…þeir (og aðdáendur þeirra) vita nefnilega að þetta er bæði sexy og karlmannlegt og batnar bara með aldrinum! Þetta er í fyrsta skipti sem viðburður af þessu tagi er haldinn á Íslandi og eykur vonandi aðeins á fjölbreytnina á íslensku gay-senunni.

DAGSKRÁ HELGARINNAR 9-11 SEPTEMBER

Föstudagur:
21:00 – ?Welcome Cocktail? í MSC Ísland
23:00 – Partý í MSC Ísland fram erftir nóttu

Laugardagur:
15:00 – Ferð í Bláa lónið. Verð 1.600 krónur, ferð innifalin (Nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram. Skráning fer fram í MSC á föstudagskvöldinu en einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á pr@gayice.is).
00:00 – DJar klúbbsins COME TO DADDY halda uppi sannkölluðu ?London-stuði? í Þjóðleikhúskjallaranum fram eftir nóttu. OPIÐ ÖLLUM.

Sunnudagur:
11.30 – Bjarnabröns á Jómfrúnni. Verð 1.000 krónur (nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram. Skráning fer fram í MSC á föstudagskvöldinu en einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á pr@gayice.is).

-Gayice

Leave a Reply