Skip to main content
search
Fréttir

MERIHLUTI PRESTA HLYNTUR HEIMILD TIL AÐ STAÐFESTA

By 21. ágúst, 2007No Comments

Í könnun sem Biskupsstofa lét nýverið gera meðal starfandi presta Þjóðkirkjunnar kemur fram að 65 prósent þeirra eru mjög eða frekar hlynnt því að prestum kirkjunnar verði veitt heimild til að framkvæma staðfesta samvist. Svipaður fjöldi telur líklegt að hann myndi nýta sér slíka heimild. Í könnun sem Biskupsstofa lét nýverið gera meðal starfandi presta Þjóðkirkjunnar kemur fram að 65 prósent þeirra eru mjög eða frekar hlynnt því að prestum kirkjunnar verði veitt heimild til að framkvæma staðfesta samvist. Svipaður fjöldi telur líklegt að hann myndi nýta sér slíka heimild.

Á prestastefnu í apríl kom fram tillaga þess efnis að prestum Þjóðkirkjunnar, þeim sem það kysu, yrði heimilað að vera lögformlegir vígslumenn staðfestrar samvistar á grundvelli álits kenningarnemfdar. Tillögunni var vísað til kenningarnefndar en Prestastefna samþykkti hins vegar áskorun þess efnis að  könnun um hug presta til þessarar þjónustu yrði framkvæmd.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram sú stefna að veita skuli trúfélögum heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Spurningarnar í könnuninni miðuðust eingöngu við staðfesta samvist, en ekki var spurt um afstöðu presta til eiginlegra hjónavígslna þrátt fyrir heitar umræður og atkvæðagreiðslu um slíkt á prestastefnunni.

Í samtali við vefsíðuna fagnar sr. Bjarni Karlsson niðurstöðinni: “Þessi niðurstaða er ánægjuleg og það kemur alls ekki á óvart að mikill meirihluti presta á Íslandi styðji mannréttindi og jafnrétti. Þetta er staðfesting á því að kirkjan er á réttri leið og í framhaldinu verður að fara fram opin og upplýst umræða um muninn á kirkjulegri hjónavígslu annars vegar og kirkjulegri vígslu staðfestrar samvistar hins vegar. Íslenskt samfélag verður að gera það upp við sig hvort það vill umbera eða samþykkja án skiliðra ástir fullveðja fullorðins fólks.  Mín skoðun er sú að við eigum að samþykkja og hætta að umbera, og í því ljósi hljótum við auðvitað að velja þann kost að heimila hónavígslur lesbía og homma líkt og við gerum þegar ástarsambönd gagnkynhneigðra eiga í hlut”

Athygli vekur að tæplega 80 prósent kvenpresta í hópi svarenda eru mjög eða frekar hlynntir því að Kirkjuþing samþykki að prestum Þjóðkirkjunnar verði veitt sú heimild og rúmlega 59 prósent karlpresta. Prestar sem hafa unnið 15 ár eða skemur eru bæði jákvæðari þessu og líklegri til þess að nota heimildina.

Úrtak í könnuninni var 144, 108 tóku þátt og var svarhlutfall því 75 prósent. Eins og áður segir náði úrtakið aðeins til starfandi presta innan Þjóðkirkjunnar en ekki til starfandi presta í fríkirkjunum í Reykjavík og Hafnarfirði, en þeir hafa m.a barist fyrir breytingum.

-hts

 

Leave a Reply