Skip to main content
Fréttir

Sumarhátíð s78n á Grenivík

By 16. júlí, 2004No Comments

Tilkynningar Helgina 23. – 25. júlí verður haldin sumarhátíð Norðurlandshóps Samtakanna ´78. Tjaldað verður í garðinum hjá Díönnu Omel á Grenivík. Þar sem hús hennar er í miðjum bænum er mælst til þess að fólk verði búið að koma sér fyrir eigi síðar en klukkan 22.

Dagskráin verður með svipuðu sniði og í fyrra. Hús Díönnu var glæsilega skreytt með 25 metra löngum gayfána, farið var í fótbolta, sund, gönguferð, grillað, sungið, drukkið og slegið upp gayballi í Miðgörðum, ?sem er barinn á Grenivík?. Fáninn sást alla leið út í Hrísey. Sjá myndir frá síðustu Grenivíkurhátíð á heimasíðu hópsins http://www.simnet.is/nn/grenivik2003.html

Viljum benda fólki sem ætlar að mæta að taka með sér gítar og prenta út eintak fyrir sig af söngbókinni ?Káragól?. Söngbókina er hægt að nálgast á pdf formi á heimasíðu Fjallavinafélagsins Kára undir liðnum ?Annað? og síðan ?Söngtextar?. http://www.mountainfriends.com/

Nánari upplýsingar hjá Gumma í síma 691 50 94.

Leave a Reply