Skip to main content
Fréttir

Holland – Gjafir náttúrunnar

By 22. janúar, 2001No Comments

Frettir Hollendingar láta sér fátt óviðkomandi í okkar efnum. Nú bíður dýragarðurinn í Amsterdam upp á skoðunarferð um lendur sínar fyrir alla þá sem vilja fræðast um samkynhneigt líferni þar á bæ. Þar má sjá flokka karlkynsapa og gæsahomma sem eru yfir sig ástfangnir af eigin kyni, lesbíska sjimpansa og nokkrar háfættar flamingópíur sem líta ekki við karlpeningnum svo fátt eitt sé nefnt. ?Samkynhneigð er ein af sjálfsögðum gjöfum móður náttúru,? segir forstjóri garðsins, Maarten Frnkenhuis, ?en margir gesta okkar verða meira en lítið hissa þegar þeim er bent á það.?
Gay Krant/Internet

Leave a Reply