Skip to main content
Fréttir

InterPride í Reykjavík 7. – 10 október

By 1. október, 2004No Comments

Tilkynningar Dagana 7. – 10. október verður heimsþing InterPride haldið í Reykjavík. Um eitt hundrað fulltrúar frá Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Brasilíu, Noregi, Svíþjóð, Englandi, Frakklandi, Póllandi, Sviss og Íslandi mæta til þingsins. Í tilefni þingsins verður samkvæmislíf samkynhneigðra í Reykjavík með fjörugra móti yfir ráðstefnu dagana. Öllum er velkomið að taka þátt í því og er dagskráin hér fyrir neðan:

MSC-Ísland

Klúbburinn verður opinn fimmtudag, föstudag og laugardag frá kl. 23:00.

Nordica hótelið

Gala-kvöld á Nordica á föstudagskvöldið 8. október. Í boði er fordrykkur, þriggja rétta máltíð, skemmtiatriði og dansleikur. Andrea Gylfa syngur, hljómsveitin Californian Cheeseburger flytur tvö lög og hommaleikhúsið Hégómi skemmtir. Veislustjóri er Jean Francois Tessier. Miðaverð fyrir mat, drykki, skemmtun og dansleik eru 7000 kr. Miðaverð á dansleik að loknum skemmtiatriðum kl. 10:30 er 1000 kr.

Jón forseti

Ball á Jóni forseta laugardagskvöldið 8. september. Okeypis inn. DJ Andrea Jóns þeytir skífum. Fyrr um kvöldið, kl. 21:00, verður kvennahæð opnuð á Jóni forseta en fregnir herma að hún muni bera heitið ?Stofa frú Ingibjargar? eftir konu Jóns… Allar konur eru boðnar velkomnar.

Að auki má búast við aukinni umferð á Opnu húsi í Samtökunum ´78, á Jóni forseta og Café Cozy á meðan á þinginu stendur.

Leave a Reply