Skip to main content
search
Fréttir

EINN AF HVERJUM TÍU MEÐ HIV Í LONDON

By 24. nóvember, 2006No Comments

Einn af hverjum tíu hommum í London hafa smitast af HIV-veirunni að því er yfirvöld heilbrigðismála og forvarna í Bretlandi telja. Þessi ályktun er niðurstaða nýrra rannsókna, en ekki kemur fram í fréttum við hve stórt þýði er miðað. Hér er því um ágiskun að ræða en engu að síður umhugsunarverða. Það er eins og kunnugt er vandi þeirra sem álykta af rannsóknum meðal hópa á grundvelli kynhneigðar að áætla heildarfjölda þeirra sem til viðmiðunar eru. Í sömu rannsókn er einnig reynt að leiða líkur að því að um 4% samkynhneigðra karla í Bretlandi beri nú í sér HIV-veiruna. Einn af hverjum tíu hommum í London hafa smitast af HIV-veirunni að því er yfirvöld heilbrigðismála og forvarna í Bretlandi telja. Þessi ályktun er niðurstaða nýrra rannsókna, en ekki kemur fram í fréttum við hve stórt þýði er miðað. Hér er því um ágiskun að ræða en engu að síður umhugsunarverða. Það er eins og kunnugt er vandi þeirra sem álykta af rannsóknum meðal hópa á grundvelli kynhneigðar að áætla heildarfjölda þeirra sem til viðmiðunar eru. Í sömu rannsókn er einnig reynt að leiða líkur að því að um 4% samkynhneigðra karla í Bretlandi beri nú í sér HIV-veiruna.

Í rannsókn British Health Protection Agency, sem verður gerð opinber í þessari viku, kemur fram að alls hafa um 8000 Bretar greinst með veiruna árið 2006, og þá er tala þeirra sem bera í sér HIV-veiruna í Bretlandi komin upp í 70.000, konur og karlar án tillits til kynhneigðar. Það er rúmlega 11% aukning frá fyrra ári

Breskir stjórnmálamenn hafa lýst áhyggjum sínum af þróun mála, og taka undir þá skoðun lækna og heilbrigðisyfirvalda að ungt fólk líti ekki lengur á veiruna sem banvæna og iðki áhættukynlíf fyrir vikið. Þó að karlar sem iðka kynlíf með eigin kyni séu þar í minnihluta, er engu að síður ástæða til að hafa áhyggjur af þessari aukningu í nágrannalandi okkar og minna á að líf í skugga HIV-veirunnar er engum auðvelt.

-www.advocate.com

Leave a Reply