Skip to main content
Fréttir

Afmælisfundur Mannréttindaskrifstofu Íslands

By 11. júní, 2004No Comments

Tilkynningar Miðvikudaginn 16. júní næst komandi kl. 14.00 efnir Mannréttindaskrifstofa Íslands ? MRSÍ ? til opinnar samkomu í Norræna húsinu í tilefni af tíu ára afmæli sínu. MRSÍ er upplýsinga- og fræðsluskrifstofa, sem stofnuð var á tveim fundum, 12. mars og 17. júní 1994, af níu frjálsum félagasamtökum og opinberum stofnunum. Tilgangur hennar er meðal annars að stuðla að fræðslu um mannréttindi með fyrirlestrum, umræðum og rannsóknum. Að Mannréttindaskrifstofu Íslands standa nú ellefu eftirtaldir aðilar: Amnesty International Íslandsdeild, Barnaheill á Íslandi, Biskupsstofa, Hjálparstarf kirkjunnar, Jafnréttisstofa, Kvenréttindafélag Íslands, Rauði Krossinn, Samtökin ´78, UNIFEM á Íslandi, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands. Stjórn MRSÍ er skipuð fulltrúum þeirra allra og þau standa öll sameiginlega að dagskrá afmælissamkomunnar þar sem starfsemi þeirra verður kynnt með ýmsum hætti, svo sem stuttum erindum, ljóðalestri, myndasýningum og tónlist.

Á mannréttindadaginn, hinn 10. desember 2003, ákvað stjórn MRSÍ að stofna sérstakan viðurkenningarsjóð, Þorgeirssjóð, kenndan við Þorgeir Þorgeirson rithöfund, sem lést á síðasta ári. Hann barðist áralangri baráttu fyrir mannréttindum, einkum tjáningarfrelsi. Bæði hér á landi og erlendis er tíðum vitnað til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli hans gegn íslenska ríkinu sem þótti afar mikilvæg varða á vegi mannréttinda. MRSÍ mun á afmælissamkomunni á miðvikudaginn veita í fyrsta sinn viðurkenningu úr Þorgeirssjóði fyrir öflugt starf að mannréttindamálum.

Allir eru velkomnir á afmælisfundinn í Norræna húsinu á miðvikudaginn kemur, sem hefst sem fyrr segir kl. 14.00. Í hléi verða bornar fram léttar veitingar.

Afmælisdagskrá MRSÍ

Í Norræna húsinu, 16. júní 2004, kl. 14.00

Tónlist: Halldór Gunnarsson, píanó og Jónas Schröder, harmonika.

Inngangsorð: Baldur Þórhallsson, stjórnarformaður

Um stofnun og starf MRSÍ – Margrét Heinreksdóttir, framkvæmdatjóri

Barnaheill: ?Uppáhalds ákvæði mitt úr Barnasáttmálanum?. Barn les upp.

Samtökin ´78: Hrein og bein ? sögur úr íslensku samfélagi? Þorvaldur Kristinsson kynnir

Amnesty International, Íslandsdeild: ?Úr ríki samviskunnar? Harald G. Haralds, leikari les.

Barnaheill: ?Uppáhalds ákvæði mitt úr Barnasáttmálanum?. Barn les upp.

Rauði krossinn: ?Í fjarlægð? ljóð eftir Nedeljka Marijan frá Serbíu. Hólmfríður Gísladóttir les.

Hjálparstarf kirkjunnar: ?Vítahringur fátæktar? Brot úr heimildamynd.

Þroskahjálp: ?Mannréttindi í stefnuskrá? – Halldór Gunnarsson, formaður.

Kvenréttindafélag Íslands: ?Mannréttindi ? kvenréttindi? Rósa Björk Brynjólfsdóttir.

Jafnréttisstofa: ?Hvernig er unnið að jafnrétti kynja?

Barnaheill: ?Uppáhalds ákvæði mitt úr Barnasáttmálanum?. Barn les upp.

Biskupsstofa: ?Eining í fjölbreytni? Texti og tónar.

Öryrkjabandalagið: ?Öryrkjabandalag Íslands og mannréttindabaráttan?. Arnþór Helgason.

Afhending viðurkenningar úr Þorgeirssjóði fyrir baráttu fyrir mannréttindum

Fundarslit: Baldur Þórhallsson.

Leave a Reply