Skip to main content
Fréttir

AÐVENTUSTUND FAS

By 12. desember, 2006No Comments

Nú er komið að hinni árlegu aðventustund FAS, Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra laugardaginn 16.desember kl. 16.00-18.00 í Regnbogasal Samtakanna ’78, Laugavegi 3.

Hin ýmsu aðildarfélög og hópar Samtakanna´78 koma þar og segja frá starfsemi sinni á árinu,  Felix Bergsson skemmtir okkur með upplestri en auk þess hressum við okkur með kakó/kaffi og veitingum.  

Gaman væri að sjá ykkur sem flest, það er tilvalið að skjóta sér inn úr jólainnkaupunum og hvíla lúin bein. 

Nú er tækifæri til að taka frænkur/frændur, foreldra og vini með sér, þau geta líka komið án ykkar, allir eru velkomnir. Þessi samvera er orðinn fastur liður í starfsemi FAS og hefur leitt til aukinna kynna og meiri vitneskju um hvað hinir ýmsu félagar eru að fást við.

Sjáumst á laugardaginn.

-stjórn FAS

Leave a Reply