Skip to main content
search
Fréttir

AÐVENTUSTUND FAS OG UNGLIÐAHÓPS SAMTAKANNA ´78

By 12. desember, 2007No Comments

FAS, samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, og ungliðahópur Samtakanna ’78 bjóða þig hjartanlega velkomna/velkominn á aðventustund sem við ætlum að halda í sameiningu, laugardaginn 15. desember næstkomandi milli klukkan 14 og 16, í húsnæði Samtakanna ‘78 að Laugavegi 3, 4. hæð.

 

Við ætlum að eiga huggulega stund saman þar sem foreldrar og unglið¬ar segja frá sjálfum sér á léttu nótunum. Fræðslufulltrúi Samtakanna ’78, Katrín Jónsdóttir, heldur stutt erindi, og mæðgurnar Ellen Kristjánsdóttir og Elín Eyþórsdóttir skemmta okkur með söng.

 

Okkur finnst því tilvalið að þið takið ykkur smá pásu frá jólainnkaupunum og kíkið við í heitt súkkulaði, vöfflur og piparkökur.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

-FAS og ungliðahópurinn

 

Leave a Reply