Skip to main content
search
Fréttir

SUMARFERÐ KMK 4. – 6. JÚLÍ: HÍTARVATN 2008!

By 2. júlí, 2008No Comments

KMK stendur fyrir fjölskylduvænni ferð á Hítarvatn frá föstudeginum 4. júlí til sunnudags 6. júlí. Verð á fjölskyldu er 500 kr. á nóttina, hvort sem gist er í skála eða í tjaldi. Hítarvatn er við veg númer 593, 46 km vestan Borgarness.

SUMARFERÐ KMK 4. – 6. JÚLÍ: HÍTARVATN 2008!

KMK stendur fyrir fjölskylduvænni ferð á Hítarvatn frá föstudeginum 4. júlí til sunnudags 6. júlí.  Verð á fjölskyldu er 500 kr. á nóttina, hvort sem gist er í skála eða í tjaldi.  Hítarvatn er við veg númer 593, 46 km vestan Borgarness.

Hítarvatna skálinn verður opinn fyrir KMK á föstudagskvöldið og munu stelpurnar hafa allt húsnæðið fyrir sig, eða um 20 svefnpláss.  Á laugardaginn mun félagið deila leitarmannaskálanum með öðrum gestum skálans og verða þá með 10 svefnpláss.  Konur eru hvattar til að koma með tjöld og tjalda á svæðinu þar sem pláss í skálanum er að fyllast.  Skráning á kmk@kmk.is.

Boðið verður uppá ókeypis veiðikennslu fyrir þau sem vilja.  Veiðileyfið í ánni er 2,500 kr. fyrir daginn. 

Þetta er tilvalið tækifæri til að hitta skemmtilegar konur og fjölskyldur þeirra og eyða helginni saman. 

Nánari upplýsingar á www.kmk.is/ og www.myspace.com/konurmedkonum. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um Hítarvatn www.nat.is/veidi/hitarvatn.htm

Leave a Reply