Skip to main content
search
Fréttir

TVÆR GÓÐAR

By 21. apríl, 2008No Comments

Tvær góðar sýningar í Regnbogasalnum: Karla  Dögg og Heiða Björg

 

Sýning Körlu Daggar Karlsdóttur í Regnbogasalnum sem staðið hefur frá 15. mars sl. lýkur í kvöld, mánudagskvöldið 21 apríl. Myndirnar, sem eru rauðar og ögrandi og teknar voru í hennar fyrstu ferð til Berlínar sumarið 2007, eru allar til sölu. Því fer hver að verða síðastur…

 

Tilfinningin þrá sumardaginn fyrsta

 

Heiða Björg Valbjörnsdóttir  er ett af mögum ’88 módelum landsins sem verða stúdentar í ár. Þar sem hún er að útskrifast af myndlistarbraut ákvað hún að halda heila myndlistarsýningu sem lokaverkefni.

 

Sýningin er í tvennum helmingum sem tengjast lítilega saman. Það sem tengir aðalega helmingana er sakleysið sem er gengur í gegnum alla sýninguna. Unnið var með tilfinningarnar að þrá og löngun. Þessar tilfinningar eru túlkaðar á mjög mismunandi hátt á milli helminganna tveggja. Verkin eru unnin með blandaðri tækni og hafa ekkert nafn en sýningin í heild kallast Þrá eftir helstu tilfinningunni sem unnið var með.

 

Þrá verður opnuð í Regnboagasal Samtakan ’78 þann 24. apríl kl: 20 og allir eru velkomnir á opnunina!

 

-Samtökin ´78

 

 

 

Leave a Reply