Skip to main content
search
Fréttir

Norðurland – Félag foreldra og aðstandenda samkynhneigðra

By 9. febrúar, 2004No Comments

Tilkynningar Frá foreldrum og aðstandendum samkynhneigðra á norðurlandi.

Febrúarfundur hóps foreldra og aðstandenda samkynhneigðra á Norðurlandi verður á Sigurhæðum á Akureyri fimmtudaginn 12. febrúar 2004 og hefst klukkan 20.00. Fundarefnið er Frelsið og hætturnar, en þar mun dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræðingur fjalla um sjálfsmynd ungs fólks og skrefið út úr skápnum.

Hópurinn hittist annan fimmtudag hvers mánaðar á Sigurhæðum. Markmið hópsins er að fræða og fræðast og deila reynslu. Þannig ætla félagar að þeir verði betur færir um að standa að baki samkynhneigðum ástvinum sínum.

Nýir félagar eru ávallt velkomnir!

Leave a Reply