Skip to main content
search
Fréttir

FSS – Nýnemadagur ? fyrsti gay day vetrarins

By 5. september, 2005No Comments

Tilkynningar Þann 8.september n.k mun FSS halda nýnemadag. Þar verður starfsemi félagsins kynnt ásamt því sem formenn deilda munu segja frá metnaðarfullum verkefnum og áformum deildanna. Léttar veitingar verða í boði og er þetta kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja vita meira um félagið. Skorar stjórn FSS á alla að mæta. Nýnemadagurinn hefst kl. 18:00 í Hinu Húsinu þar sem félagsaðstaða FSS er til húsa. Seinna um kvöldið eða kl. 20:00 munum við færa okkur yfir í félagsaðstöðu Samtakanna ´78 á Laugavegi 3, 4 hæð, og þar verður haldinn fyrsti gay day vetrarins. Mun félagsdeild FSS birta dagskrá vetrarins og stjórn FSS kynna sig fyrir nýju fólki.

Þar sem félagsskírteini seinasta árs runnu út í lok ágúst munu ný skírteini fyrir árið 2005-2006 vera seld á staðnum og er félagsaðild aðeins 500 kr. Einn bjór fylgir hverju skírteini. Með framvísun FSS skírteinis færðu bókasafnskírteini hjá Samtökunum ´78 og í bígerð er bæklingur sem inniheldur upplýsingar um afslætti og tilboð sem munu fylgja skírteinum.

Hlökkum til að sjá þig,
FSS ? Félag STK-stúdenta

Leave a Reply