Skip to main content
search
Fréttir

STAÐFEST SAMVIST BRÁTT LÖGLEIDD Í SUÐUR AFRÍKU

By 30. ágúst, 2006No Comments

Ríkisstjórn Suður Afríku undir forsæti Thabo Mbeki hefur lagt fram frumvarp um staðfesta samvist. Suður Afríka gæti því orðið fyrsta landið í álfunni til þess að viðurkenna sambönd samkynhneigðra fyrir lögum, en önnur lönd Afríku eiga langt í land varðandi almenn réttindi lesbía og homma.

Ríkisstjórn Suður Afríku undir forsæti Thabo Mbeki hefur lagt fram frumvarp um staðfesta samvist. Suður Afríka gæti því orðið fyrsta landið í álfunni til þess að viðurkenna sambönd samkynhneigðra fyrir lögum, en önnur lönd Afríku eiga langt í land varðandi almenn réttindi lesbía og homma.

Frumvarpið er lagt fram í kjölfar þess að stjórnlagadómstóll úrskurðaði á síðasta ári að lög sem einungis heimila gagnkynhneigðum að ganga í hjónaband stangist á við stjórnarskrá landsins. Stjórnarskráin var samþykkt árið 1994 og var fyrsta stjórnarskráin í heiminum til þess að banna með sérstöku ákvæði mismunun á grundvelli kynhneigðar.

Ýmsir kirkjuleiðtogar hafa brugðist ókvæða við þessum tíðindum og boða mótmælagöngur samtímis í nokkrum borgum þann 16. september. Hreyfingin sem kallar sig “The Marrige Allience” reynir nú ákaft að fá viðauka samþykktan í stjórnarskránna þar sem hjónabönd yrðu skilgreind eingöngu milli karls og konu, og kæmi því í veg fyrir að nýju lögin gætu tekið gildi. Ríkisstjórnin hefur hins vegar mikinn þingmeirihluta á bak við sig og ekkert bendir til annars en að lög um staðfesta samvist taki gildi í Suður Afríku áður en árið er liðið líkt og stjórnalagadómstóllinn krefst.

-HTS

Leave a Reply