Skip to main content
search
Fréttir

ALÞJÓÐA ALNÆMISDAGURINN Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

By 30. nóvember, 2007No Comments

Að vanda verður opið hús hjá Alnæmissamtökun á Degi rauða borðans þann 1. des. Einnig standa samtökin fyrir blysför í minningu þeirra sem látist hafa úr sjúkdómum, en safnast verður saman á gatnamótum Laugavegs og Skólavörðustígs og gengið að Fríkirkjunni í Reykjavík. Á Akureyri stendur hópurinn Gulur, rauður, grænn fyrir blysför og athöfn í Akureyrarkirkju.

Á síðasta ári samþykktu Sameinuðu þjóðirnar að einkunnarorð
alþjóðlega alnæmisdagsins til næstu fimm ára yrðu:

Stöndum við loforð okkar, stöðvum alnæmisfaraldurinn

Hugleiðing alþjóðlega alnæmisdagsins í ár:

Tökum forystu í eigin hendur!

Dagskrá alnæmisdagsins í Reykjavík:

Að vanda verður opið hús hjá Alnæmissamtökunum við Hverfisgötu 69

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti milli kl. 15.00 og 18.00. Klukkan. 16:00 mun Margrét Pálmadóttir söngdíva – ásamt með öllu öðru – mæta með sérvöldum listamönnum og taka nokkur lög. Klukka. 17:00 lesa svo Edda Andrésdóttir og Óttar M. Norðfjörð úr bókum sínum.

Allir félagsmenn, hiv-jákvæðir, vinir og velunnarar eru hjartanlega velkomnir!

Alnæmissamtökin standa einnig fyrir blysför þann 1. desember í minningu þeirra er látist hafa úr alnæmi. Gangan hefst kl. 18.30 við gatnamót Laugavegs og Skólavörðustígs og verður gengið að Fríkirkjunni í Reykjavík, þar sem kveikt verður á friðarkertum og þau látin mynda rauða borðann – alnæmisslaufuna. Göngu lýkur með stuttri athöfn í Fríkirkjunni.

Dagskrá alnæmisdagsins á Akureyri

Komið verður saman á Ráðhústorgi laugardaginn 1. desember klukkan 18.00. Gengið verður með kyndla og fána að Akureyrarkirkju, en þar verður stutt athöfn þar sem fjallað verður um alnæmi og þeirra minnst sem hafa dáið úr sjúkdómnum. Að lokum verður boðið upp á kakó og piparkökur.

Þeir sem standa að dagskrá Dags rauða borðans á Akureyri eru samtökin Gulur, rauður, grænn, en það eru Norðurlandshópur Samtakanna ´78, Norðurlandsdeild Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra og Akureyrarkirkja.

Alnæmissamtökin og Gulur, rauðrur, grænn

 

 

 

Leave a Reply