Skip to main content
Fréttir

Q – FÉLAG HINSEGIN STÚDENTA STENDUR FYRIR ALÞJÓÐLEGRI RÁÐSTEFNU Í ÁGÚST

By 14. júlí, 2008No Comments

Dagana 3. – 10. ágúst mun Q -Félag hinsegin stúdenta standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu undir yfirskriftinni A Queer Wonderland eða Hinsegin Undraland.

Dagana 3. – 10. ágúst mun Q – Félag hinsegin stúdenta standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu undir yfirskriftinni A Queer Wonderland eða Hinsegin Undraland. Þema ráðstefnunnar verður, eins og nafnið gefur til kynna, hvernig við sjáum fyrir okkur hið fullkomna samfélag fyrir hinsegin fólk sem og aðra. Erlendir þátttakendur verða í kringum 50 og koma frá Norðurlöndunum, Eystrasalti og Póllandi. Ráðstefnan fer eins og áður segir fram dagana 3.-10. ágúst, eða í vikunni fyrir Hinsegin daga og verður hápunktur hennar að sjálfsögðu gleðigangan mikla á laugardeginum. Fjölmargt verður um að vera í vikunni, t.a.m. fyrirlestrar, vinnustofur, kynnisferðir og margt fleira.

 

Q – Félag Hinsegin Stúdenta

gay@hi.is

Leave a Reply