Skip to main content
Fréttir

Fundur í ungliðahópi

By 6. febrúar, 2005No Comments

Tilkynningar Næsti fundur í ungliðahópi Samtakanna ´78 verður sunnudaginn 13. febrúar klukkan 20:00 í félagsheimili Samtakanna, Laugavegi 3.

Ungliðahópurinn er ætlaður samkynhneigðum og tvíkynhneigðum ungmennum á aldrinum 14-19 ára. Tilgangur hans er að skapa og styrkja félagsleg tengsl milli þeirra. Margt spennandi verður á dagskrá í vetur. Við bjóðum meðal annars til okkar alls konar gestum úr þjóðfélaginu til að ræða spennandi málefni, við höldum videokvöld, höldum árshátíð og litlu jólin og margt fleira. Það er okkar sjálfra að móta dagskrána með stjórnanda hópsins, Söru Dögg Jónsdóttur.

Til þess að fá fréttir af starfinu er tilvalið að skrifa hópnum og láta skrá sig á netfangalistann. Netfang hópsins er unglidar@samtokin78.is og það Sara Dögg sem annast pósthólfið og svarar bréfum. Ef þér finnst þægilegra að hitta hana eða einhvern úr hópnum áður en þú kemur á vettvang þá geturðu sent tölvupóst á unglidar@samtokin78.is. eða hringt á skrifstofu Samtakanna ´78 alla virka daga frá 13-17.

Leave a Reply