Skip to main content
search
Fréttir

Bandaríkin – Stjórnarskrárbreytingu hafnað

By 14. júlí, 2004No Comments

Frettir Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði í dag tillögu um að breyta stjórnarskrá landsins þannig að samkynhneigðu fólki verði bannað að ganga í hjónaband. George W. Bush forseti studdi stjórnarskrárbreytinguna en hún er nú væntanlega úr sögunni – að minnsta kosti á þessu kjörtímabili. Í kosningabaráttunni að undanförnu hefur Bush enn á ný beint kastljósinu að réttindamálum samkynhneigðra og andstöðu sína við þau. Þess má geta að frambjóðendur Demókrata, þeir Kerry og Edwards, eru líkt og Bush mótfallnir hjónaböndum samkynhneigðra þó þeir séu fylgjandi staðfestri samvist. Þeir hafa áður líst yfir andstöðu sinni við stjórnarskrárbreytingu.

-HTS

Leave a Reply