Skip to main content
search
Fréttir

Ungliðahreyfingin Revolta – Sleep Over Party 2002

By 19. febrúar, 2002No Comments

Tilkynningar Ungliðahreyfingin Revolta býður í

Sleep Over Party 2002

Föstudaginn 22. febrúar að Ásholti 7 í Mosfellsbæ.

Revolta lofar öllu fögru varðandi þennan atburð enda einn sá stærsti sem haldinn verður á árinu. Í boði eru glæstar gyðjur og stæltir folar, dynjandi tónlist og góðar veigar en þó fyrst og síðast gott fólk saman komið til þess að skemmta sér og öðrum! Fólki er bent á að pakka niður sundfötum ef því finnst óþægilegt að vera í því sem það fæddist í því að á staðnum er bæði gufa og heitur pottur! Leyfilegt er að hafa með sér eigin drykki og öll tónlist er vel þegin. Nú er um að gera að pakka niður tannburstanum og mæta í stuð aldarinnar í Mosfellsbænum.

Fyrir þá sem vantar far þá fer stór bíll á vegum Revolta frá Samtökunum ´78 Laugavegi 3, kl. 22:00 um kvöldið.

Nánari upplýsingar veitir Heiðar í síma 863 6675.

Revolta – fyrir fólk í leit að lífinu!

Leave a Reply