Skip to main content
Fréttir

Akureyri – Samkynhneigð félagshreyfing lítur dagsins ljós

By 21. ágúst, 2002No Comments

Tilkynningar Þeir sem tóku þátt í gleðigöngu Hinsegin daga 10. ágúst í Reykjavík veittu eflaust athygli hópi fjörugra og fallegra Norðlendinga sem mætti í eigin T-bol og hélt uppi fjöri niður Laugaveg. Síðustu tvö árin hafa ungir hommar og lesbíur á Akureyri verið að kynnast hvert öðru í meira mæli en áður og hugleitt stofnun formlegrar félagshreyfingar sem mögulega starfaði innan vébanda Samtakanna ´78.

Boðað er til stofnfundar hins nýja félagsskapar á Kaffi Amour á Akureyri, fimmtudagskvöldið 22. ágúst, kl. 21. Fundargestir eru beðnir um að mæta stundvíslega og taka þátt í líflegum umræðum í því skyni að móta félagsskapinn nánar, velja forystu, ræða möguleika á heimasíðu, skipuleggja fyrstu uppákomur og ræða fjáröflunarleiðir. Síðast en ekki síst ræða þau allar leiðir til að vekja samkynhneigða á Norðurlandi upp af dofa og fá sem flestar lesbíur og flesta homma til þess að drífa sig út úr skápnum.

Leave a Reply