Skip to main content
Fréttir

Dr. Ólafur Þ. Harðarson – Samkynhneigð og breytingar á gildismati almennings á Vesturlöndum

By 22. mars, 2003No Comments

Tilkynningar Árið 2003 minnast Samtökin ´78 þess að hafa starfað í aldarfjórðung og af því tilefni býður félagið upp á röð hádegisfyrirlestra í Háskóla Íslands í samvinnu við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands og FSS, Félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta.

Sex fyrirlestrar eru á dagskrá á vormisseri og sá fimmti í röðinni er haldinn föstudaginn 28. mars. Þar flytur dr. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor, fyrirlestur sem hann nefnir

Samkynhneigð og breytingar á gildismati almennings á Vesturlöndum

Í fyrirlestri sínum ræðir Ólafur um þjóðfélagsþróun og breytingar á gildismati á Vesturlöndum síðustu áratugi, einkum í ljósi kenningar Ronalds Ingleharts um ?modern? og ?post-modern? samfélag. Ólafur fjallar um fjölþjóðlegar rannsóknir á gildismati almennings, meðal annars um breytingar á afstöðu til samkynhneigðra. Inglehart telur að vaxandi fjölbreytileiki og einstaklingshyggja í ?post-modern? samfélagi muni styrkja stöðu samkynhneigðra. Byggir hann þá skoðun bæði á kenningu sinni um þjóðfélagsþróun og á niðurstöðum viðhorfakannana.

Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hann einkum fjallað um almenningsálit, lýðræði og stjórnmálaflokka. Þá hefur hann stjórnað íslensku kosningarannsóknunum frá upphafi, árið 1983.

Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, og hefst kl. 12 á hádegi 28. mars. Að honum loknum gefst áheyrendum kostur á að bera fram spurningar og taka þátt í stuttum umræðum.

Háskóli Íslands
Oddi ? Stofa 101
Föstudagur 28. mars kl. 12?13

Leave a Reply