Skip to main content
Fréttir

Færeyjar – Samtökum samkynhneigðra úthýst

By 1. apríl, 2004No Comments

Frettir

Samtök ungs samkynhneigðs fólks í Færeyjum, Friðarboginn, sótti á dögunum um aðild að Æskulýðssambandi Færeyja (Føroya Ungdomsráð). Það er skemmst frá því að segja að umsóknarbeiðninni var hafnað með 14 atvkæðum gegn 4 án nokkurar umræðu.

     Æskulýðssamband Færeyja á að standa öllum æskulýðsfélögum opið. Aðild að því eiga nítján ungmennafélög svo sem skátahreyfingin, félag fatlaðra, ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka, kristileg félög og fleiri slík. Formaður sambandsins, Andrea Eldevig, viðurkennir að Friðarboginn uppfylli öll skilyrði aðildar og að enginn fulltrúi hafi fært efnisleg rök gegn aðildinni. Engu að síður hafi umsókninni verið hafnað með atkvæðagreiðslu án þess að nokkur tæki til máls eða bæri fram fyrirspurn um Friðarbogann. Formaður KFUM í færeyjum, Trygvi Sigurðsson, segir að ástæðan fyrir því að hann greiddi atkvæði gegn umsókninni hafi verið sú að hann vissi ekki nægilega mikið um málið: ?Það eina sem við vitum um Friðarbogann er að það er félag samkynhneigða? Hann bætti við að KFUM standi á kristilegum grunni og hafi það markmið að breiða út kristilegt siðgæði. ?Við getum ekki verið í sama félagi og þeir ef það stangast á við okkar reglur, þá yrðum við ekki með í Æskulýssambandinu.? Aðspurður um það hvort hann myndi greiða atkvæði á annan hátt ef honum yrði kynnt félagið betur sagði Trygvi að það yrði tíminn að leiða í ljós en að allar slíkar umsóknir færu fyrir félagsfundi hjá aðildarfélögunum.

     Stofnandi Æskulýðssambandsins hefur sagt að þessi rökstuðningur sé út í bláinn því í félaginu séu til að mynda ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka og þær geti ekki ýtt hvor annari út þó svo að þær séu ósammála um margt. Eitt helsta markmið sambandsins sé hins vegar að berjast fyrir jafnrétti og réttindum minnihlutahópa.

     Tina Jakobsen er formaður Friðarbogans. Hún segist orðlaus yfir málsmeðferðinni. Hún hafi búist við því að stjórn Æskulýðssambandsins myndi í það minnsta sína þá kurteisi að kynna sér starfsemi félagins. Enginn hafi hins vegar séð ástæðu til þess að koma fram með svo mikið sem eina fyrirspurn aður en atkvæði voru greidd. Hún segir það óskiljanlegt að félag sem berjist fyrir mannúðlegra samfélagi skuli úthýsa þeim.

  

Heimild: Vefútgáfa Dimmalætting

 

-HTS

 

Leave a Reply