Skip to main content
search
Fréttir

HINSEGIN TANGÓ

By 26. júlí, 2007No Comments

Hinsegin tangó á vaxandi fylgi að fagna víða um heim. Með honum er brotin upp sú staðlaða ímynd að tangódans sé einungis ætlaður karli og konu, að karlinn leiði og konan fylgi. Það eru dansararnir og tangókennararnir Per Berséus og María A. Shanko sem bjóða upp á þessa spennandi nýjung hér á landi.

Vegna mikils áhuga eftir fyrsta kynningartíman munu þau Per og María bjóða upp á kennslu í hinsegin tangó fyrir byrjendur og lengra komna það sem eftir lifir sumars. Kennslan fer fram á fimmtudagskvöldum kl. 20 – 22 á Q-bar í Ingólfsstræti.  

Með hinsegin tangó er brortin upp sú staðlaða ímynd að tangó sé í eðli sínu lostafullur dans milli karls og konu, eins konar pick-up dans á milli kynjanna. Í hinsegin tangó er að sjálfsögðu ekki gert ráð fyrir hinu klassíska og viðtekna; að menn leiði og konur fylgi. Ekki er heldur gert ráð fyrir því að þeir sem læra vilja tangó tilheyri öðrum hvorum hópnum og því fá allir sem mæta í byrjendakennslu tækifæri til þess að prófa hvort tveggja, að leiða og fylgja. Tangó er jú þrátt fyrir allt jafn glæsilegur, sannnur og losttafullur þó svo svo að karlmaður leiði karlmann, kona leiði konu eða kona leiði karlmann.

Samkvæmt hugmyndafræði hinsegin tangó þá getur parið einnig valið sér þá nálgun sem það vill. Dansinn getur því byggst á erótík, leik, glensi eða drama. Hann getur verið leikrænn, harmþrunginn, rólegur eða áleitinn. Aðalatriðið er, að dansinn er eftir sem áður tangó á hvaða hátt sem hann er túlkaður.

Boðið upp á kennslu í hinsegin tangó á Q-bar öll fimmtudagskvöld til og með 23. ágúst. Allir eru velkomnir óháð kynhneigð, pör jafnt sem einstaklingar.

 

-HTS

 

 

 

 

 

Leave a Reply