Skip to main content
search
Fréttir

KYNHLUTLAUST HJÓNABAND Í SVÍÞJÓÐ?

By 8. október, 2007No Comments

Á föstudaginn lögðu formenn þriggja stæðstu stjórnarandstöðuflokkanna í Svíþjóð fyrir þingið tillögu þess efnis að hjónabönd samkynhneigðra verði lögleidd í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Jafnaðarmannaflokksins, Græninga og Sósíalistaflokksins kemur fram að tími sé kominn til þess að stíga skrefið til fulls og lögleiða hjónabönd samkynhneigðra líkt og gert hefur verið í Hollandi, Belgíu og á Spáni.

 Á föstudaginn lögðu formenn þriggja stæðstu stjórnarandstöðuflokkanna í Svíþjóð fyrir þingið tillögu þess efnis að hjónabönd samkynhneigðra verði lögleidd í landinu. Líkt og á hinum norðurlöndunum hefur staðfest samvist verið við lýði í landinu í rúman áratug, en með þeim njóta samkynhneigðir flest hin sömu réttindi og gagnkynhneigðir. Í sameiginlegri yfirlýsingu Jafnaðarmannaflokksins, Græninga og Sósíalistaflokksins kemur fram að tími sé kominn til þess að stíga skrefið til fulls og lögleiða hjónabönd samkynhneigðra líkt og gert hefur verið í Hollandi, Belgíu og á Spáni.

Miðjuflokkurinn og Frjálslyndiflokkurinn, tveir af þeim fjórum flokkum sem mynda ríkisstjórn Fredrik Reinfeldt, hafa lýst sig fylgjandi málinu. Kristilegir demokratar sem einnig eiga aðild að ríkisstjórn eru því hins vegar andvígir, þó svo að vitað sé að skiptar skoðanir séu um málið í þingflokknum. Engu að síður hefur flokknum tekist að koma í veg fyrir að málið kæmi til atkvæðagreiðslu á þinginu, en hugsanlegt er að meirihluti sé fyrir því. Talsmenn minnihlutaflokkanna vonast hins vegar til þess að með sameiginlegri tillögu minnihlutans takist að koma málinu á dagskrá.

Fyrr á árinu kynnti nefnd sænsku ríkisstjórnarinnar um hjónaband og staðfesta samvist skýrslu með niðurstöðum sínum. Í skýrslunni leggur nefndin til að pör af sama kyni geti gengið í hjónaband á sama hátt og pör af gagnstæðu kyni. Nefndin taldi engin rök fyrir því að hindra aðgengi para af sama kyni að hjónabendi. Í framhaldinu var lagt til að lög um staðfesta samvist yrðu felld úr gildi samtímis því sem samkynja pör öðluðust rétt til hjónavígslu. Nefndin lagði einnig til að kirkjur og trúfélög fái rétt til að vígja pör af sama kyni í hjónaband, en gera slíka vígslu þó ekki að skyldu fyrir trúfélögin. Tillögurnar flokkanna þriggja sem nú hafa verið kynntar byggja á þessari vinnu. Í nýlegri skoðanakönnun í Svíþjóð kemur fram að 46 prósent Svía eru hlyntir hjónaböndum homma og lesbía en 31 prósent er þeim andvíg.

-hts

Leave a Reply