Skip to main content
Fréttir

AFS ÓSKAR EFTIR ÍSLENSKUM FÓSTURFJÖLSKYLDUM

By 25. júní, 2008No Comments

AFS óskar eftir fósturfjölskyldum til þess að taka á móti erlendum skitpinemum. Á hverju ári tekur AFS á Íslandi á móti 40-50 erlendum skiptinemum frá öllum heimsálfum og gefur um leið Íslendingum tækifæri til að flytja framandi menningu inn á heimili sitt hér á Íslandi með því að taka að sér ungmenni á aldrinum 15-19 ára í 5 eða 10 mánuði. AFS leitar að fjölskyldum af öllum stærðum og gerðum og fagnar að sjálfsögðu fjölbreytileikanum.

AFS eru alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök, óháð stjórnvöldum, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Samtökin gefa fólki tækifæri til að læra um ólíka menningarheima í þeim tilgangi að aðstoða það við að þróa þá þekkingu, hæfileika og skilning sem þarf til þess að skapa réttlátari og friðsælli heim.

Á hverju ári tekur AFS á Íslandi á móti 40-50 erlendum skiptinemum frá öllum heimsálfum og gefur um leið Íslendingum tækifæri til að flytja framandi menningu inn á heimili sitt hér á Íslandi með því að taka að sér ungmenni á aldrinum 15-19 ára í 5 eða 10 mánuði.

Erlendu nemarnir eiga það sammerkt að hafa áhuga á að koma til Íslands og að vilja kynnast íslenskri menningu og fjölskyldulífi. Þeir vilja lifa í sama umhverfi og við sömu aðstæður og íslenskir jafnaldrar þeirra. Skiptinemar búast því ekki við stanslausri skemmtidagskrá á Íslandi heldur vilja þeir fá að taka þátt í okkar daglega lífi. Þeir ganga í íslenska framhaldsskóla, hafa eigin áhugamál og eignast vini rétt eins og íslensk ungmenni.

Erlendir nemar munu koma til landsins í lok ágúst og erum við að leita að áhugasömum fjölskyldum um allt land sem vilja hýsa erlendan nema og um leið upplifa fjölmenningu inni á eigin heimili. AFS leitar að fjölskyldum af öllum stærðum og gerðum og fagnar að sjálfsögðu fjölbreytileikanum!

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Margréti Lóu, Deildarstjóra Hýsingar eða aðra starfsmenn AFS.

Margrét Lóa Jónsdóttir
Deildarstjóri erlendra nema /Hosting coordinator
AFS á Íslandi
Ingólfsstræti 3 (2 hæð)
sími: 5525450
fax: 5625450
Netfang: loa.jonsdottir@afs.org

 

Leave a Reply