Skip to main content
search
Fréttir

Ályktun Frjálshyggjufélagsins um réttindi samkynhneigðra

By 27. febrúar, 2004No Comments

Frettir Frjálshyggjufélagið hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun:

?Frjálshyggjufélagið hvetur íslensk stjórnvöld til að jafna réttindi samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Það á ekki að vera hlutverk hins opinbera að velja fjölskyldumynstur fólks. Mikilvægt er að réttindi samkynhneigðra verði viðurkennd að fullu, líkt og annarra hópa sem ekki hafa notið fullra réttinda á undan þeim.

?Frelsi hvers einstaklings til að finna hamingjuna á eigin forsendum er mikilvægt og á að vera handa öllum en ekki aðeins þeim sem kjósa sér maka af gagnstæðu kyni. Frjálshyggjufélagið hvetur Alþingi til þess að endurskoða löggjöf sem mismunar fólki eftir kynhneigð, með það að leiðarljósi að samkynhneigðir njóti sömu réttarstöðu og gagnkynhneigðir í hvívetna.

?Að endingu fordæmir Frjálshyggjufélagið hugmyndir að stjórnarskrárbreytingum í Bandaríkjunum sem miða að því að takmarka frelsi samkynhneigðra til þess að ganga í hjónaband.?

Leave a Reply