Skip to main content
Fréttir

Þýskaland – HIV smituðum fjölgaði um 20% á fyrri helmingi ársins

By 5. október, 2005No Comments

Frettir Fólki í Þýskalandi sem smitað er af HIV-veirunni fjölgaði um 20% á fyrra helmingi þessa árs, að því er þekkt rannsóknarstofnun greindi frá í dag.

Alls smituðust 1.164 menn af veirunni á frá janúar og fram í júní á þessu ári, að sögn Robert Koch stofnunarinnar. 60% þeirra sem smituðust eru samkynhneigðir karlar. Stofnunin hafði ekki á reiðum höndum nákvæmar tölur fyrir fyrri hluta ársins 2004. Segja fulltrúar hennar að greining á nýjustu sjúkdómstilfellunum sýni að smithætta meðal samkynhneigðra karla hafi tvöfaldast á undanförnum fjórum árum. Hættan hefði ekki verið meiri í áratug og væru karlar á aldrinum 25-45 ára í mestri hættu.

-af mbl.is

Leave a Reply