Skip to main content
search
Fréttir

RÁÐIST AÐ MÓTMÆLENDUM OG ÞEIR HANDTEKNIR

By 31. maí, 2007No Comments

Tveir þingmenn frá Ítalíu og Þýskalandi og einn rússneskur barátturmaður fyrir mannréttindum samkynhneigðra voru handteknir í Moskvu eftir að átök brutust út á mótmælafundi í borginni. Í fyrra stöðvaði lögreglan í Moskvu Gay pride göngu eftir að hún hafði verið bönnuð. Þá sættu göngumenn miklu ofbeldi áður en 120 þeirra voru handteknir.

Tveir þingmenn frá Ítalíu og Þýskalandi og einn rússneskur barátturmaður fyrir mannréttindum samkynhneigðra voru handteknir í Moskvu eftir að átök brutust út á mótmælafundi í borginni.  

Mótmælendur reyndu að koma bænaskrá til borgarstjórans í Moskvu um að þeim yrði leyft að efna til ýmissa viðburða til að vekja athygli á málefnum sínum, en borgarstjórinn Yuri Luzhkov hefur bannað hinsegin göngur og hátíðarhöld sem hann segir „djöfullegar uppákomur“ sem verði ekki liðnar. Þurftu mótmælendurnir að þola eggjakast og barsmíðar öfgahópa fyrir utan ráðhús borgarinnar áður en þeir voru handteknir af lögreglu. Bretinn Peter Tatchell, sem er þekktur fyrir báráttu sína fyrir auknum réttindum samkynhneigðra, var handtekinn sem og leiðtogi samtakanna GayRussia, Nikolai Alexejev. Tatchell var sleginn í andlitið skömmu áður en hann var fluttur á brott í járnum. Sparkað var í ítalska þingmanninn Marco Capatto og hann var síðan handtekinn þegar hann óskaði eftir lögregluvernd.

Í fyrra stöðvaði lögregla Gay-pride göngu eftir að hún hafði verið bönnuð. Þá sættu göngumenn miklu ofbeldi áður en 120 þeirra voru handteknir.

-HTS

Leave a Reply