Skip to main content
search
Fréttir

Viktoría Guðnadóttir sýnir í Regnbogasal

By 6. ágúst, 2003No Comments

Tilkynningar Viktoría Guðnadóttir opnaði sýningu sína ?Hands on? í Regnbogasal Samtakanna ?78, Laugavegi 3, fimmtudaginn 7. ágúst.

Sýningin samanstendur af tíu tölvuunnum myndverkum af höndum. Viktoría hefur unnið með ýmsa miðla í list sinni, meðal annars video, textaverk og tölvuunnin verk. Viktoría útskrifaðist frá the Dutch Art Institute fyrir ári síðan en hún býr og starfar í Hollandi. Þetta er fimmta einkasýning hennar en að auki hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga, aðallega í Hollandi og Þýskalandi.

Sýningin stendur út ágústmánuð, en opið er í Regnbogasalnum á mánudags-, fimmtudags- og laugardagskvöldum.

Leave a Reply