Skip to main content
search
Fréttir

Akureyri: – Ráðstefna um samkynhneigð og tvíkynhneigð

By 21. febrúar, 2005No Comments

Tilkynningar Dagskrá á ráðstefnu um samkynhneigð og tvíkynhneigð á Akureyri 8.apríl næstkomandi:

Fyrirlesarar eru:
o Ólafur Þ. Harðarson prófessor við Háskóla Íslands sem talar um viðhorf almennings og samkynhneigð
o Sara Dögg Jónsdóttir kennari, sem talar um samkynhneigða nemendur í grunnskóla og börn samkynhneigðra
o Valur Helgi Kristinsson heimilislæknir sem talar um viðhorf heilbrigðisgeirans til sam- og tvíkynhneigðra
o Þorvaldur Kristinsson bókmenntafræðingur sem talar um landsbyggðarflótta samkynhneigðra, atvinnumál og atvinnuöryggi þeirra
o Harpa Njáls félagsfræðingur, sem talar frá sjónarhóli aðstandenda samkynhneigðra
o Sigrún Sveinbjörnsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri sem talar um ?heterosexualisma?
o Klara Bjartmarz starfsmaður KSÍ sem talar um samkynhneigða og íþróttir
o Ásta Ósk Hlöðversdóttir formaður FSS, félags STK stúdenta sem talar um unga fólkið, samkynhneigðina og lífið.

Tengiliðir og upplýgingagjafar vegna ráðstefnunnar:
Eygló Aradóttir læknir eyglo@snerpa.is 896 1263
Sverrir Páll Erlendsson kennari svp@ma.is 822 3274
Sigrún Sveinbjörnsdóttir lektor og fyrirlesari sigrunsv@unak.is 462 2375

Ráðstefnan á sérstakt erindi við alla þá sem koma nærri málefnum og starfi ungs fólks, ekki síst tómstundastarfi þess, svo og þá sem hafa með starfsmannamál á einhvern hátt að gera. Samkynhneigð hemur oftast í ljós með kynþroskanum, en flestir kjósa að halda þessari hneigð leyndri, jafnvel árum eða áratugum saman. Nú hefur hins vegar færst í aukana að fólk komi út úr skápnum, eins og það er kallað, á unglingsárum og umræða um samkynhneigð og tvíkynhneigð er orðin mjög nauðsynleg á lokaárum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri unglinga.

Samkynhneigðir eru í hverju samfélagi, en þeir eru ekki alltaf sýnilegir. Sumir kjósa að fara með veggjum vegna þess að þeir upplifa sig sem minnihlutahóp og ekki á jafnréttisgrundvelli við alla hina. En samkynhneigðir eru býsna margir. Miðað við hóflegustu marktölur, sem gera ráð fyrir að samkynhneigðir séu á bilinu 5-10% manna, ættu samkynhneigðir Akureyringar til dæmis að vera á bilinu 800 og 1600 (50-100 manns í þúsund manna skóla). Þessar tölur ættu að minnsta kosti að tvöfaldast ef tvíkynhneigðir væru taldir með. Og samkynhneigðir og tvíkynhneigðir eru í sýslum, þorpum og kaupstöðum á öllu Norðurlandi. Samt er samkynhneigð og tvíkynhneigð feimnismál. Það er lítið sem ekki fjallað um kynhneigð í skólum. Það er heldur svo gott sem ekki gert í íþróttahreyfingunni. Samt er til dæmis vitað að fólk hrökklast burtu úr íþróttum vegna kynhneigðar sinnar. Tilefni ráðstefnunnar Hver er sá veggur er meðal annars að veita upplýsingar um það hvernig fjalla ætti um samkynhneigð, hvernig bregðast ætti við samkynhneigð og tvíkynhneigð í skólanum, íþróttafélaginu, félagsmiðstöðinni, til dæmis ef einhver opinberar hneigð sína eða lendir í óþægindum eða einelti af hennar völdum. Hvernig má forðast fordóma eða að þessir einstaklingar lendi í vandræðum vegna þess hvernig þeir eru af Guði gerðir. Þarna skýrist ef til vill líka hvers vegna þessi hundruð sam- og tvíkynhneigðra sjást lítið á götum bæjanna hér nyrðra. Staðreyndin er að samfélagið – umhverfið – knýr þá mjög marga til að flytja í burtu, þar sem þeir verða síður fyrir aðkasti fyrir að vera þeir sem þeir eru. Og við veltum fyrir okkur spurnignunni hvort ekki væri eðlilegra og réttara að þetta góða fólk fengi að festa rætur heima.

Norðurlandhópur Samtakanna ´78

Leave a Reply