Skip to main content
Fréttir

SAMTÖKIN ´78 STYRKJA FIMM LOKAVERKEFNI

By 11. apríl, 2006No Comments

Fyrir nokkru auglýstu Samtökin ’78 skólastyrk til umsóknar vegna lokaverkefna á háskólastigi. Markmið styrkveitingarinnar er að efla rannsóknir og fræðasatarf sem lúta að lífsskilyrðum og menningu samkynhneigðra á Íslandi, t.d. á sviði félagsvísinda, hugvísinda, heilbrigðisfræða, lögfræði, guðfræði eða hagfræði. Stjórn félagsins hefur nú ákveðið að styrkja fimm lokaverkefni við fjóra íslenska háskóla.

Fyrir nokkru auglýstu Samtökin ’78 skólastyrk lausan til umsóknar vegna lokaverkefna á háskólastigi. Markmið styrkveitingarinnar er að efla rannsóknir og fræðasatarf sem lúta að lífsskilyrðum og menningu samkynhneigðra á Íslandi, t.d. á sviði félagsvísinda, hugvísinda, heilbrigðisfræða, lögfræði, guðfræði eða hagfræði. Stjórn félagsins hefur nú ákveðið að styrkja fimm lokaverkefni við fjóra íslenska háskóla.

Alls bárust fimm umsóknir, tvær á M.A stigi og þrjár á B.A stigi. Erfitt reyndist að gera upp á milli verkefnanna enda voru þau öll afar frambærileg hvert á sínu sviði. Stjórn félagsins ákvað því að hækka auglýsta styrkupphæð og styrkja M.A verkefnin um kr. 50.000 hvort en B.A verkefnin hvert um sig um kr. 25.000. Innifalið í styrkjunum er einnig vinnuaðstaða í húsnæði Samtakanna ’78 og ókeypis aðgangur að bókasafni félagsins á meðan verkefnavinnu stendur.

Þau verkefni sem hlutu styrk eru:

Hefur fræðsla áhrif á viðhorf grunnskólakennara til samkynhneigðar og tvíkynhneigðar? M.A verkefni. Höfundur: Kristín E. Viðarsdóttir, Kennaraháskóla Íslands. Styrkur: 50.000 kr.

Blessun eða vígsla samkynhneigðra para. Afstaða kirkjunnar og væntingar samfélagsins. M.A verkefni. Höfundur: Karólína Hulda Guðmundsdóttir, Guðfræðideild Háskóla Íslands. Styrkur: 50.000 kr.

Birtingarmynd kynhneigðar í námsefni í samfélagsfræði fyrir yngstu nemendur grunnskóla. B.A verkefni. Höfundar: Birna Óskarsdóttir og Helga Björk Pálmadóttir, Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Styrkur: 25.000 kr.

Samkynhneigðir og réttur þeirra til að ala upp börn. B.A verkefni. Höfundar: Arna Björk Rúnarsdóttir og Ása Bergþórsdóttir, Lagadeild Háskólans í Reykjavík. Styrkur: 25.000 kr.

Verkefni sem fjallar um sýnileika samkynhneigðar í skóla- og íþróttastarfi á Akureyri. B.A verkefni. Höfundar: Árný Þóra Ármannsdóttir og Gréta Kristjánsdóttir, Sálfræðiskor við Háskólann á Akureyri. 25.000 kr.

Ljóst er að mikil gróska er í fræðastarfi sem lýtur að málefnum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra um þessar mundir. Má þar sem dæmi nefna námskeið í hinsegin fræðum sem nú er kennt við háskóla íslands, fyrirlestraröð sem Samtökin ’78 stenda að í samstarfi við nokkrar stofnanir Háskóla Íslands og Mannréttindaskriftofunnar undir yfirskriftinni Kynhneigð – menning – saga, auk namskeiðs á vegum Endurmenntunarstofnunar sem kennt verður í vor. Það er skoðun stjórnar félagsins að stuðningur við slíkt fræðastarf skili sér margfalt til baka í þágu þeirra málefna sem félagið vinnur að.

-HTS

Leave a Reply