Skip to main content
Fréttir

LÖGGAN Á EFSTU HÆÐ

By 12. desember, 2005No Comments

Dag nokkurn horfir unglingurinn í spegilinn og þorir loksins að orða það sem eitt sinn var grunur en er núna orðinn að fullvissu: Ég er hommi. Ég er lesbía. Og líður eins og hann eða hún sé einn eða ein á hnettinum. Ekki af því að þau viti ekki af öðru samkynhneigðu fólki, heldur af því að þau óttast það og reyna að sniðganga það. Frá fyrstu bernsku hefur heimurinn kennt þeim að hommar og lesbíur séu ekki sú fyrirmynd sem æskilegust er. Upp í hugann koma skammaryrði af skólaleikvellinum: „Helvítis homminn þinn,“ sagði besti félagi þinn einu sinni þegar hann reiddist. „Éttu skít, lessudjöfull,“ sagði stelpan sem öllu vildi ráða í klíkunni þegar þú ógnaðir valdi hennar. 

Þegar allar þessar minningar safnast saman uppi í kollinum verða þær að lítilli lögreglu sem sér til þess að hinn samkynhneigði leynir sínum innri manni og magnar upp vandann án þess að nokkur viti. Og er þar með á háskabraut. Því það er mjög hættulegt sálarheill hverrar manneskju að þurfa að glíma við miklar og sterkar tilfinningar án þess að eiga sér trúnaðarvin sem stendur með manni.

Þorvaldur Kristinsson í bókinni Samkynhneigðir og fjölskyldulíf, Reykjavík 2003.

Leave a Reply