Skip to main content
Fréttir

BLANDAÐU ÞÉR Í HÓPINN

By 19. desember, 2007No Comments

Námskeið: Blandaðu þér í hópinn
Miðvikudagur 23. Jan. 08
Námskeið hefst kl. 20:00
Leiðbeinandi Svanfríður A. Lárusdóttir
Námsgjald er 2,500 kr og rennur óskipt til KMK!

SKRÁNING hefst 1. janúar á netfanginu kmk@kmk.is

Námskeiðslýsing:

Hver hefur ekki fengið boðskort í kokteilboð og móttökur frá fyrirtækjum og stofnunum og alltaf fundið sér ástæðu til að sleppa við að fara annaðhvort af því að maður nennir ekki eða finnst erfitt að vera innan um ókunnugt fólk?

Þetta tveggja tíma námskeið fjallar um hvernig við getum undirbúið okkur og hagnast af því að mæta, hvernig maður byggir markvisst upp tenglanet hvort heldur fyrir viðskiptin eða af persónulegum ástæðum.

VR stéttarfélag staðhæfir að símenntun sé nauðsynleg til að viðhalda markaðsvirði sínu á vinnumarkaðnum. Það sé svo launþega í hag að telja fram námskeið, eins og “Blandaðu þér í hópinn” í launaviðtali við vinnuveitenda. Námsþátttaka sýni fram á metnað og áhuga á aukinni þekkingu. Sjá www.vr.is.

Um leiðbeinandann
Svanfríður A. Lárusdóttir er sjálfstætt starfandi leiðbeinandi. Hún hefur leiðbeint á framkomu, hópefli, stjórnunar- og mannlegum samskiptanámskeiðum sl. 15 ár jafnt hjá félagasamtökum, skólum og fyrirtækjum. Er annar af tveimur leiðbeinendum Junior Chamber Íslands sem leiðbeint hefur á alþjóða vettvangi CNT (Certified National Trainer) hjá JCI University. Sjálf hefur hún sótt námskeið um leiðbeinendastörf víða m.a. í Bretlandi, USA, Svíþjóð, Danmörk, Finnlandi, Japan, og á Filipseyjum.

KMK fyrirfram þakkar Svanfríði fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins!

Sjá kmk.is

 

Leave a Reply